top of page

Leireyjan kemur út frá pælingum um hvernig við getum notið náttúrunnar með hjálp vöruhönnunar. Við erum oft á miklum þeytingi og gleymum að staldra við og anda. Meira að segja á fögrum stöðum sem við heimsækjum sérstaklega til að njóta og vera á. Á hverasvæðum eru heilmörg viðvörunarskilti sem vara við hitanum sem ólgar í jörðinni. Hversu dásamlegt væri að geta tyllt sér á öruggum stað þar sem hitinn er mátulegur fyrir tásurnar að sprikla í blautum leirnum? Leyfa sér að verða smá skítug og berrössuð á tánum og skola þær svo áður en þú smokrar þér aftur í sokkana og gönguskóna?

DSC04320_edited.jpg
Screenshot%202021-02-16%20at%2010.41_edi
bottom of page