top of page
40F54802-6C7D-423F-A361-6B5F879B7E6A_edi

Ómhlustir

​Ómhlustir eru tól til að hlusta á heiminn á nýjan hátt. Þær virka eins og nokkurskonar viðbótareyru sem þú leggur upp að þínum eyrum og öll hljóð í kringum þig magnast upp. Ómhlustirnar urðu til við rannsókn á upplifun okkar og snertingu á náttúrunni. 

Þessar ómhlustir eru steyptar með leir og bundnar tvær og tvær saman. Þú tekur þær upp og berð þær að eyrunum. Þegar þú leggur hola belginn upp að eyranu breytist hljóðið sem berst inn í höfuðið og þú heyrir meiriháttar breytingar á hljóðheiminum þínum. Þú heyrir betur það sem er lengra í burtu og það er eins og öll hljóðin magnist upp stöðugan straum sem enda í höfði þínu. 

A set of extra ears, auditory canals, which direct environmental sounds into your ear and manipulate it in a similar way a seashell does. Distant sounds become closer and some vibrations get higher while other get lower. The set is intended to bring you into the moment, noticing sounds you would otherwise not hear, to shed new light on your surroundings. 

The set is made by slipcasting stoneware and glazed. Tied together with a waxed cotton band.

bottom of page