top of page
CFC55245-D315-477B-8889-60FC437E3479_edi

Píkupúslið er ætlað til þess að fólk geti skoðað og meðhöndlað ýmsar gerðir af píkum. Það er auðvitað ómögulegt að gera tæmandi lista af því hvernig píkur geta litið út en þetta púsl er tilraun til þess að sýna fjölbreytileika þeirra. Þessar píkur eru handtálgaðar úr furu og allir innri barmar passa inn í ytri barma svo það er hægt að púsla þeim saman á mismunandi hátt. Litirnir á píkunum í þessu tiltekna púsli eru bleiktóna en það eru einnig í boði brúnar og fjólutóna. 

En hver þarf píkupúsl? 

Unglingsstúlkan sem heldur að píkan sín sé ógeðsleg. Stelpan sem heldur að hún ætti að fara í lýtaaðgerð til að laga píkuna sína. Stelpan sem er með píku sem annað fólk kallar „roastbeef“. Hún hefur aldrei séð aðrar píkur. Hún hefur varla séð sína eigin píku. Píka, píka, píka. Finnst þér þetta óþægilegt orð? Af hverju? 

Hvernig á kona eiginlega að skoða sína eigin píku? Ef vel vill til er spegill til á heimilinu sem hægt er að halda á og rúmast vel á milli læra. Ef ekki, þarf hún að glenna vel úr sér, setja annan fótinn upp á vaskinn og reyna að sjá píkuna úr fjarlægð í baðherbergisspeglinum.
Unglingsstúlkan sem heldur að píkan sín sé ógeðsleg veit ekkert hvernig aðrar píkur eru. Hún veit ekki að þær eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. En að fá að púsla saman mismunandi innri og ytri skapabörmum, að fá að skoða og leika sér. Brjóta eitthvað tabú. Að þora að tala um píkuna sína og þora að segja PÍKA. Það er það sem hún þarf. 

The Vulva Puzzle is a set of wood-carved labia intended for sex education. More and more people are having cosmetic surgery done on their vulva, which might be related to the porn industry and the vulva depicted in mainstream porn. The puzzle is made up of five different sizes of the labia minora and the labia majora, making it possible to make different types of vulvas and getting comfortable with the idea that they can look different and none of them are better or worse than the others. 

bottom of page